Tesla Model Y, mest seldi bílinn á Íslandi 2023, mætir bensínflutningabíl

Sjálfrennireiðar

Eitt fyrsta orðið yfir bifreið í íslenskri tungu var sjálfrennireið, samanber eimreið, eða járnbrautalest, lest. Bifreið varð að bíl, eða ökutæki, en samkvæmt Hagstofu Íslands eru nú skráð í landinu 330.193 ökutæki. Á árinu sem var að líða seldust 17.549 nýir fólksbílar, er það 5,1% aukning frá árinu 2022. Af þessum bílum keyptu einstaklingar 7.874 fólksbifreiðar, aukning í sölu til einstaklinga var 12,4% milli ára. Bílaleigur keyptu 6.973 bíla á síðasta ári, samdráttur um 7,7% milli ára. Fyrirtæki keyptu það sem uppá vantar, eða 2.695 bifreiðar, sem er aukning um 36,6% frá árinu á undan. Af heildarsölu fólksbíla var hlutfall rafbíla 50,1%, Hybrid með 16,5% af sölunni, dísel með 13%, bensín með 10,5% og tengiltvinnbílar voru 10 % á síðasta ári.  Ef bara er skoðað hlutfall til einstaklinga og fyrirtækja voru rafbílar með  71,7% af sölunni, og bensínbílar drógu lestina með einungis 2,7% af nýskráningum. Mest seldi bílinn á Íslandi á síðasta ári var rafbílinn Tesla Model Y, með 3.261 selda bíla. Dacia Duster var í öðru sæti með 1.024 selda jepplinga, og í þriðja sæti var nýi rafbíllinn frá Toyota BZ4X með 662 eintök seld.

Það kostar 3 kr íslenskar að aka 1 kílómetra á rafmagni, miðað við 30 kr á hvern kílómeter með jarðefnaeldsneyti, síðan bætist reyndar 6 kr/km kílómetragjald við, sem gerir um þriðjung af kostnaði miðað við hefðbundna brunahreyfla
Bílaleigubifreiðar í biðstöðu við Reykjavíkurflugvöll, en tæplega helmingur nýskráðra fólksbifreiða kaupa bílaleigurnar
Yfir 330 þúsund ökutæki eru skráð á Íslandi
Vegakerfið er dýrt, fjármagnað með kílómetragjaldi á rafbíla og álögum á bensín og dísel
 
Reykjavík 08/01/2024 – A7R IV : FE 1.8/135mm GM, FE 2.8/100mm GM
 
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson