Skaftafell er einstakur staður, falleg gróðurvin milli tveggja skriðjökla Vatnajökuls í Öræfasveit. Skaftafell og nánasta umhverfi varð annar þjóðgarður Íslands árið 1967, en Þingvellir sá fyrsti var stofnaður hálfri öld fyrr. Í dag er Skaftafell hluti af Vatnajökulsþjóðgarði sem þekur 15% lýðveldisins, stofnaður 2008. Í dag er í Skaftafelli bæði góð þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn og eitt besta tjaldsvæði landsins. Það er mikil veðursæld í Skaftafelli, þar sem Vatnajökull veitir skjól, eins eru margar náttúruperlur í og við Skaftafell. Hér eru nokkrar, því auðvitað heimsækir Icelandic Times / Land & Saga þjóðgarðinn oft, enda í alfaraleið við Hringveg 1, og aðeins í rúmlega fjögur tíma fjarlægð frá Reykjavík.
Skaftafell 04/12/2024 : A7R IV, RX1R II – FE 1.4/85mm GM, FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson