Skagaströnd á Skaga

Skagaströnd á Skaga

Vegur númer 745 er rúmlega 100km / 60mi langur frá Skagaströnd, fyrir Skaga milli Húnaflóa og Skagafjarðar til Sauðárkróks. Hann er einn fáfarnasti en jafnframt fallegasti vegakafli landsins. Gott er að byrja ferðina á Skagaströnd, eina þorpinu á leiðinni, en þar er eitt af betri tjaldstæðum á landinu. Saga staðarins sem áður hét Höfðakaupstaður byrjar þegar hann varð einn af fáum kaupstöðum einokunarverslunar Danakonunungs á Íslandi árið 1602. Norðan Skagastrandar, nyrst og vestast á Skaga er Kálfshamarsvík, en þar er eitt fallegasta stuðlaberg á Íslandi, sem myndaðist fyrir tveimur milljónum ára. Nyrst og austast er síðan bærinn Hraun á Skaga, en þar er ekki bara falleg fjara, heldur ótrúlega fallegt að horfa yfir Skagafjörðinn á Siglufjarðarfjöllin og inn í Fljót. 

Horft yfir höfnina á Skagaströnd

Höfðakaupsstaður 19/07/2021  21:16 35mm

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

 

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0