Skagaströnd á Skaga
Vegur númer 745 er rúmlega 100km / 60mi langur frá Skagaströnd, fyrir Skaga milli Húnaflóa og Skagafjarðar til Sauðárkróks. Hann er einn fáfarnasti en jafnframt fallegasti vegakafli landsins. Gott er að byrja ferðina á Skagaströnd, eina þorpinu á leiðinni, en þar er eitt af betri tjaldstæðum á landinu. Saga staðarins sem áður hét Höfðakaupstaður byrjar þegar hann varð einn af fáum kaupstöðum einokunarverslunar Danakonunungs á Íslandi árið 1602. Norðan Skagastrandar, nyrst og vestast á Skaga er Kálfshamarsvík, en þar er eitt fallegasta stuðlaberg á Íslandi, sem myndaðist fyrir tveimur milljónum ára. Nyrst og austast er síðan bærinn Hraun á Skaga, en þar er ekki bara falleg fjara, heldur ótrúlega fallegt að horfa yfir Skagafjörðinn á Siglufjarðarfjöllin og inn í Fljót.
Höfðakaupsstaður 19/07/2021 21:16 35mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson