Á skíðasvifdreka svífandi á Elliðavatni.

Skíðasvæðin 10

Það voru margir borgarbúar sem nýttu sér góða veðrið í morgun að spenna á sig skíðinn, eða setjast á sleða. Á Íslandi eru tíu alvöru skíðasvæði þar sem eru nútíma skíðalyftur og góð aðstaða. Á höfuðborgarsvæðinu eru tvö skíðasvæði, í Bláfjöllum og í Skálfelli, auk lítilla lyfta í Seljahverfi og í Ártúnsbrekkunni fyrir börn og byrjendur. Fyrir norðan er Hlíðarfjall ofan Akureyrar vinsælasta skíðasvæði landsins, með frábærar brekkur rétt fyrir ofan bæinn. Tindastóll við Sauðárkrók er það skíðasvæði sem opnar fyrst, og lokast seinast með Skarðsdal á Siglufirði, frábær skíðasvæði. Síðan eru minni svæði eins og í Tindaöxl í Ólafsfirði,  Böggvisstaðarfjall á Dalvík og Reykjahnjúkur á Húsavík með mjög fínar brekkur. Fyrir vestan, á Ísafirði, er frábært skíðasvæði í dölunum tveim, og í göngufæri frá bænum. Margir halda því fram að þarna, á Ísafirði sé besta gönguskíðasvæði landsins. Síðan eru fyrir austan tvö mjög fín skíðasvæði í Stafdal ofan við Seyðisfjörð, og auðvitað Oddskarðið upp af Eskifirði í Fjarðabyggð.

Á gönguskíðum við Elliðavatn.
Fyrstu skrefin í vetraríþróttum, í Ártúnsbrekkunni. Enda eru vetrar Ólympíuleikarnir í gangi, aldrei of seint að byrja.

Reykjavík 13/02/2022  11:03-12:38 – A7R III & A7C : FE 200-600 G – FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0