Það er einstakt að vera einn með náttúrunni. Hvergi betra, en í einni af náttúruperlum íslenskrar náttúru Núpstaðarskógi. Þess vegna, ætti auðvitað ekki að vekja athygli á svæðinu sem er einstakt, í aðeins klukkustunda fjarlægð, norður frá Hringvegi 1, rétt austan við Lómagnúp, vestan við Skeiðarárjökul. Reyndar eftir vondum malarvegi eftir grófum Skeiðarársandi. Núpstaðaskógur er ekki skógur, heldur kjarr. Þegar komið komið er að leiðarlokum, á bílastæðið, tjaldsvæðið er um klukkustunda ganga að Tvílitahyl, þar sem Hvítá og Núpsá, tær bergvatnsá og mórauð jökulsá blandast í undurfallegu gili. Einstakar gönguleiðir eru um svæðið, upp að Grænalóni, upp á Súlutind. Mæli ekki með ferð í Núpstaðarskóg, því þá er friðurinn úti fyrir þá fáu sem leggja leið sína á þennan einstaka stað, þar sem suðurland og austurland hittast, og kjarr er kallað skógur.







Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Núpsstarskógur 01/04/2025 – A7R IV, RX1R II : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/85mm GM, FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z