Þessi skúmur vakti yfir óðali sínu á norðanverðum Ingólfshöfða í gær.

Skúmurinn er bæði stór og sterkur

Á Ingólfshöfða er eitt þéttasta skúmsvarp á Íslandi, en á þessari friðuðu eyju verpa um og yfir 150 pör. Skúmurinn er stór fugl, og einkennisfugl hina miklu sanda suðaustanlands. Vænghaf skúmsins er 140 cm / 4.6 ft, og þyngdin er tæp 1,5 kg / 3.3 pound. Þrátt fyrir stærð sína er hann fimur flugfugl og afar árásargjarn við sitt hreiðurstæði sem er ekki er upp á marga fiska, smá bolli sem hann finnur í landinu. Eggin eru oftast tvö. Ingólfshöfði, sem liggur milli Skaftafells og Jökulsárlóns, er nefndur eftir Ingólfi Arnarsyni, fyrsta landnámsmanninum að talið er, en þarna kom hann fyrst í land á Íslandi og hafði vetursetu árið 874. Síðan flutti hann til Reykjavíkur og reisti sér bæ í kvosinni milli tjarnarinnar og Reykjavíkurhafnar. Líklega til að losna frá skúmnum, en hann verpir ekki á suðvesturhorninu. 

Öræfasveit 28/07/2021  11:10 200-600mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0