Horft yfir Múlakvísl að Hafursey í kvöldbirtu

Slagveðursrigning við Vík

Eitt fallegasta landssvæði landsins er Vestur-Skaftafellssýsla, austasti hluti Suðurlands. Í sýslunni eru tvö þorp, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur. Þar eru margar náttúruperlur, eins og Dyrhólaey, syðsti hluti Íslands, Reynisfjara og Reynisdrangar, Mýrdalsjökull með eldfjallið Kötlu sem hæsta punkt. Á hálendi, norðan Kirkjubæjarklausturs eru Lakagígar, en í risa gosi, Skaftáreldum sem hófst í júní 1783 myndaðist Eldhraun, næst stærsta hraun sem hefur runnið á sögulegum tíma, eftir Eldgjá, sem er littlu vestar og líka í sýslunni. Hraunið sem þekur 600 km² lands, sem er jafn stórt landssvæði og Mýrdalsjökull, kaffærði fjölda bóndabæja. Í gosinu sem stóð á annað ár, mynduðust 135 gígar, en aska og gosgufur ollu miklu mistri og móðu yfir Íslandi. Mikil mengun fylgdi móðunni, sem olli eitrun í gróðri svo búpeningur féll umvörpum á Íslandi. Leiddi það af sér hungursneyð og hörmungar, þetta voru móðuharðindin, mestu harðindi sem hafa dunið yfir Íslendinga. Móðan mikla barst líka yfir til Evrópu og Norður-Ameríku og olli miklum búsifjum og hungursneyð um allan heim. Icelandic Times / Land & Saga brá sér austur í Vestur-Skaftafellssýslu í vondri veðurspá til að fanga öðruvísi myndir á landinu.

 

Ferðamenn skoða hellirinn Gýgjagjá í Hjörleifshöfða
Foss á Síðu, rétt austan við Kirkjubæjarklaustur, við Hringveg 1
Tún við gervigýga í Meðallandi, sunnan við Kirkjubæjarklaustur
Rigning við Hafursey
Úfið haf, Reynisfjall og Reynisdrangar í bakgrunni

 

Rafmagnslínur á Mýrdalssandi

Vestur-Skaftafellssýsla 17/08/2022 : RX1R II, A7R IV: 2.0/35 Z, FE 1.2/50 GM, FE 1.8/135mm GM, FE 2.8/100mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0