Á miðri 18. öld ákveðið ákveðið að að þingstaður Seltjarnarnes skyldi fluttur frá Kópavogi til Þingholtstræti í Reykjavíkur.

Sögunnar stræti

Ein af merkilegustu götum Reykjavíkur er pínulítil gata í miðbænum, Þingholtsstræti. Nafnið kemur frá því á miðri 18. öld þegar ákveðið er að þingstaður Seltyrninga skyldi fluttur frá Kópavogi til Reykjavíkur. Var því reist þinghús í landi Söðlakots, á horni núverandi Skólastrætis og Þingholtsstrætis. Húsið er ekki á uppdrætti af Reykjavík frá árinu 1801, svo það hefur ekki staðið lengi. Árið 1765 var reist lítið hús, kofi við þinghúsið, og nefnt Þingholt, á næstu árum voru reistir á svæðinu fleiri og stærri torfbæir, með tímanum var þyrpingin öll kölluð Þingholt, eins og hverfið í dag. Götunnar. Þingholtsstrætis er fyrst getið í manntali árið 1881. Segja má í dag að Þingholtsstræti endurspegli þann fjölbreytileika í húsagerð sem finna má í eldri hverfum Reykjavíkur, og vitnisburður um þróun byggðar frá síðustu áratugum 19. aldar fram til dagsins í dag. Elsta húsið við götuna í dag, er sjúkrahúsið á Þingholtsstræti 25, reist árið 1885, og er nú í hæglátri endurnýjun.

Hér koma svipmyndir frá Þingholtsstræti.

Þingholtsstræti

Reykjavík 07/06/2022  11:14 – 18:44 : A7C, RX1R II : FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0