Hornið á Laugavegi og Klapparstíg er sérstaklega litríkt

Sól, sól skín á mig

Loksins, loksins er sumarið komið, enda flykkjast borgarbúar í almennisgarða, niður í bæ, eða í sund, til að njóta veðurblíðunnar. Það sem af er sumri, hefur verið fremur kalt á Íslandi, sérstaklega á norðurlandi, en það stefnir í að júnímánuður verði þar sá kaldasti þar síðan 1977. Sigurður Þór Ragnarsson veðurfræðingur segir í samtali við Fréttablaðið, að næsti mánuður, júlí verði bærilegur samkvæmt veður-reiknilíkönum. Hitinn verði ekki hár, en sæmilegir dagar inn á milli. Samkvæmt langtímaspá verður aftur á móti ágústmánuður hlýr, sérstaklega á norðurlandi. Er ekki bara að breyta sumarfríinu og taka það eftir mánuð, í ágúst?

Það var margt um manninn við Kjarvalsstaði í blíðviðrinu
Þessir Hollensku ferðamenn gæddu sér á ís á Laugaveginum
Reypitog á Klambratúni

Reykjavík 29/06/2022 :  A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0