Í lok júlí, byrjun ágúst er íslensk náttúra í mestum blóma. Jafnframt er þetta hlýasti tími ársins, ef tekin eru meðaltöl síðustu 30 ára. Útsendari Icelandic Times / Land & Saga brá sér upp í Kjós að Meðalfellsvatni í Hvalfirði og fangaði fallega stemminguna þar í gærkvöldi. Vatnið er eitt þeirra vatna sem vakna fyrst til lífsins á vorin og er því auðvitað eitt vinsælasta vatn í nágrenni Reykjavíkur til að renna eftir fiski, enda eru bara rétt rúmlega 50 km / 30 mi að Meðalfellsvatni úr höfuðborginni. Margir ágætir veiðistaðir eru við vatnið sem gefa bæði bleikju og urriða. Heppnir veiðimenn geta einnig fengið lax í Meðalfellsvatni. Það eru tvær ár, Sandsá og Flekkudalsá sem renna í þetta 2 ferkm. stóra vatn, og ein á, Bugða sem rennur úr vatninu norður í Hvalfjörð.
Kjós 31/07/2022 : A7C : FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson