Rennibraut á Grjóteyrartanga fyrir yngstu borgarana

Sólarlag við Meðalfellsvatn í Hvalfirði

Í lok júlí, byrjun ágúst er íslensk náttúra í mestum blóma. Jafnframt er þetta hlýasti tími ársins, ef tekin eru meðaltöl síðustu 30 ára. Útsendari Icelandic Times / Land & Saga brá sér upp í Kjós að Meðalfellsvatni í Hvalfirði og fangaði fallega stemminguna þar í gærkvöldi. Vatnið er eitt þeirra vatna sem vakna fyrst til lífsins á vorin og er því auðvitað eitt vinsælasta vatn í nágrenni Reykjavíkur til að renna eftir fiski, enda eru bara rétt rúmlega 50 km / 30 mi að Meðalfellsvatni úr höfuðborginni. Margir ágætir veiðistaðir eru við vatnið sem gefa bæði bleikju og urriða. Heppnir veiðimenn geta einnig fengið lax í Meðalfellsvatni. Það eru tvær ár, Sandsá og Flekkudalsá sem renna í þetta 2 ferkm. stóra vatn, og ein á, Bugða sem rennur úr vatninu norður í Hvalfjörð.

 

Búið að heyja túnin á Grjóteyri, Esjan í bakgrunni
Lítill lækur rennur um gróið land í vatnið á Grjóteyrartanga
Kvöldsólinn að setjast, horft í vestnorðvestur í átt að Hvalfirði. Hafnarfjall í Borgarfirði í fjarska
Bátur og bátaskýli, í bakgrunni er Meðalfell

Kjós 31/07/2022 : A7C : FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0