Í húsnæði Veðurstofu Íslands á Bústaðavegi 7, er ofurtölva, rekin af íslensku, dönsku, færeysku, grænlensku, hollensku og írsku veðurstofunum. Hugsanlega kemur breska veðurstofan inn í þennan pakka fljótlega. Nú í miðjum júní, (2024) eftir formlegur rekstur hófst í mars, eru nú komnar mun nákvæmir spár fyrir löndin sex. Nákvæm spálengd er komin í 72 klukkustundir hjá veðurstofunum. Sem þýðir auðvitað mikið hagræði fyrir samgöngur, og alla þá sem þurfa að treysta á veðrið, sem er ólíkindatól, sérstaklega hér á norðurslóð. Á hverri klukkustund keyrir ofurtölvan upplýsingum í rauntíma, safnar saman í safnspá til að meta líkindi á úrkomu og vindhraða yfir ákveðnum þröskuldum. Á næstu misserum verður unnið að því að koma safnspám ofurtölvunnar á vef Veðurstofunnar. Í fyrstu umferð nýtast þessar upplýsingar veðurfræðingum á vakt, til að segja okkur satt og rétt hvernig veðrið verður á morgun og hinn, hundrað prósent rétt.



Ísland 22/06/2024 : A7R IV, RX1R II – FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson