Landspítali Íslands er ekki bara fjölmennasti vinnustaður á Íslandi. Nýi Landspítalinn sem er nú í byggingu er stærsta og dýrasta framkvæmd íslandssögunnar. Kostnaður við uppbygginguna verður yfir 210 milljarðar, og fjármagnaður af ríkissjóði. Verkefnið er að fullu fjármagnað. Icelandic Times / Land & Saga gekk hring um svæðið, enda er Landspítali Íslands ein af lykil stofnunum í íslensku samfélagi. Gott húsnæði, fyrir nútíma heilsustofnun, kemur auðvitað öllum vel. Mikil breyting frá því fyrsti spítalinn í Reykjavík, með örfáum herberbergingum tók til starfa árið 1866, með líkhúsi sér við hlið við enda Aðalstrætis. Landspítalinn tók til starfa 20. desember 1930, við Hringbraut, þar sem nýi Landspítalinn er að rísa.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 29/04/2023 : A7R IV, A7C : FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/20mm G