,,STÁLGRINDARHÚS ER ÓDÝRASTI BYGGINGAMÁTINN Í DAG“
Segir Freygarður E. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fashion Group
Fashion Group ehf. í Garðabæ er leiðandi fyrirtæki í hönnun, innflutningi og byggingu fallegra stálgrindarhúsa en innflutningur og starfsemi hófst árið 2002.
Frá upphafi hafa eigendur lagt ríka áherslu á að stálgrindarhúsin séu falleg án þess að það þurfi að kosta hlutfallslega meira, oftar það þurfi að kosta hlutfallslega meira, oftar talsvert minna. Eins og verkin sína, þá hafa þau markmið náðst með sóma. ,,Margra hæða stálgrindarbyggingar með fullmáluðum einangruðum samlokueiningum, gluggum, glerveggjum og steyptum gólfum er sérgrein okkar ásamt því að þetta er ódýrasti stálið er 15% ódýrara og byggingartíminnbyggingarmátin í dag,umtalsvert styttri sem sparar mikla peninga.Það hefur orðið bylting í stálinu frá árinu 2002,“ segir Freygarður E. Jóhannsson framkvæmdastjóri Fashion Group. ,,Við höfum auk þess einkaumboð fyrir nokkrar byggingavörur.“
Fashion Group hefur byggt fjölda húsa,stórra sem smárra á undanförnum árum. Þar má nefna stálgrindarhús ýmissa gerða,United Silicon HF Helguvik, stækkun flugstöðvar ISAVIA á Keflavíkurflugvelli,stálgrindarhús fyrir Síldarvinnsluna í Neskaupstað, flughermi fyrir Icelandair á Völlunum í Hafnarfirði, frjálsíþróttahús við hlið Laugardalshallarinnar, Jón Bergsson ehf og Stormur ehf. á Kletthálsi, Stilling hf. á Kletthálsi knattspyrnustúka við Víkingsvöllinn, Kaffitár í Reykjanesbæ og Landsbankahúsið á brúnni yfir Hamraborg í Kópavogi.
,,Við byggjum núna á Háegismóum 8 fyrir Brimborg ehf., lengingu húss að Kletthálsi 5 fyrir Stillingu hf., í Suðurhrauni 10 í Garðabæ fyrir Hellubyggð ehf., fyrir KIA á Krókhálsi 13, og stækkun Öskju – Mercedes Benz sendiferðabifreiðar fyrir Öskju ehf. Byggingamátin og byggingahraðinn hefur frá árinu 2010 breyst verulega til hins betra.“
BYGGT Í ÞRÍVÍDDATÆKNI
,,Stálgrindarhús eru ekki lengur bara skemmur heldur falleg og varanleg hús.Byggingaaðferðir og tækni eiga eftir að breytast verulega á komandi árum,tækninni virðast engin takmörk vera hægt að setja. Þannig er farið að byggja hús með þrívíddatækninni, t.d. í Kína, og sú tækni á eftir að koma hingað til landsins fyrr en síðar.“
– Þetta er nokkuð séreknnilegt nafn á byggingafyrirtæki. Hvað er skýringin á þessu nafni, Fashion Group?
,,Við vorum fyrst í innflutningi á ,,Fatboy The Original“ húsgögnum og fannst bara í fínu lagi að halda áfram sama nafni.Það tengja vissulega ekki allir nafnið þeirri starfsemi sem við stöndum fyrir í dag , þ.e. byggingastarfsemi, í en það hefur sýnt sig að það er jafnvel kostur. Þegar opnuð eru tilboð í verk hefur nafnið vakið eftirtekt og visst traust og ég er ekki frá því að það hafi einnig hjálpað okkur, og við kannski fengið verkbeiðnir inn á okkar borð sem annars hefði ekki borist,“ segir Freygarður E. Jóhannsson.
Svana jónsdóttir