Goðafoss í Þingeyjarsveit, stærsta sveitarfélagi landsins

Stór, stærri stærstur

Það eru 72 sveitarfélög á Íslandi, Það fjölmennasta er auðvitað höfuðborgin Reykjavík með 140 þúsund íbúa, það fámennasta er Tjörneshreppur með 53 íbúa, einum færri en Árneshreppur norður á Ströndum og Skorradalshreppur á Vesturlandi. Stærsta sveitarfélagið er aftur á móti Þingeyjarsveit, sem er 12.021 km² að stærð, með 1.411 íbúa. Sveitarfélag sem teygir sig Vatnajökli norður í Skjálfandaflóa og þekur rúmlega 11% af Íslandi. Næst stærst er Múlaþing 10.671 km², með 5.177 íbúa á miðausturlandi, frá Vatnajökli og norður og austur í Héraðsflóa. Þriðja stærsta sveitarfélagið er Skaftárhreppur 6.943 km² við suðvestanverðan Vatnajökul, íbúar í sveitarfélaginu eru 620 samkvæmt Hagstofu Íslands. Í fjórða sæði er Hornafjörður 6.309 km², íbúafjöldin undir suðaustanverðum Vatajökli er 2.488. Í fimmta sæti er Skagafjörður með sína 4.277 íbúa, og flatarmálið er 5.543 km². Borgarbyggð á Vesturlandi, er í sjötta sæti, 4.927 km² að stærð, og íbúarnir eru 4.112. Minnsta sveitarfélagið er Seltjarnarnes, með sína 4,577 íbúa, en stærðin er rétt tæpir 2 km², en höfuðborgin, Reykjavík er þokkalega landstór, 244 km², enda eru nokkur fjöll innan borgarmarkanna, þektast auðvitað Esjan, fjall okkar Reykvíkinga.

Snæfell í Múlaþingi
Borgarnes, höfuðstaður Borgarbyggðar
Brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi
Skaftá við Sveinstind, í Skaftárhreppi
Höfðavatn, Skagafirði
Gróttuviti á Seltjarnarnesi, minnsta sveitarfélagi landsins

Ísland 23/09/2024 :  A7CR –  FE 2.5/40mm G, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0