Stórihundur eftir Ólöfu Nordal í garði Næpunnar við Skólholtsstíg

Stórihundur & Næpan

Á Menningarnótt var útilistaverkið Stórihundur eftir Ólöfu Nordal afhjúpað við landshöfðingjahúsið Næpuna við Skálholtsstíg í Þingholtunum. Verkið er sérstaklega gert fyrir Næpuna, með sögu hennar og umhverfi í huga. Hundadagar, stjörnur um hábjartan dag koma við sögu, og auðvitað síðasti landshöfðinginn Magnús Stephensen (1836 – 1917) en hann reisti þetta glæsihýsi úr timbri árið 1903. Hann bjó í húsinu til dauðadags, og síðan ekkja hans og dætur. Arkitekt þessa sérstaka húss er ekki getið í heimildum, en í fyrstu gekk húsið undir nafninu Landshöfðingjahúsið. Smám saman festist nafnið Næpan við húsið, eftir hinum sérkennilega turni, þar sem Magnús landshöfðingi stundaði stjörnufræðiathuganir með forláta stjörnukíki. Árið 1959 kaupir Menntamálaráð Íslands húsið, til niðurrifs, lóðin stór í miðborg Reykjavíkur. Hér átti að byggja stórhýsi. Ekkert varð úr þessum áformum, og var um árabil rekin menningarstarfsemi í húsinu á vegum ríkisins. Árið 1998 var húsið selt einkaaðilum, og á þessum aldarfjórðungi hafa verið nokkrir eigendur að húsinu, eigendur sem hafa sint vel viðhaldi á þessu 120 ára gamla húsi, sem var friðað að utan árið 1991.

Stórihundur eftir Ólöfu Nordal í garði Næpunnar við Skólholtsstíg
Stórihundur eftir Ólöfu Nordal í garði Næpunnar við Skólholtsstíg
Stórihundur eftir Ólöfu Nordal í garði Næpunnar við Skólholtsstíg
Næpan er ansi sérstakt hús, byggt 1903, með svölum umhverfis turninn, þar ses Magnús Stephensen gat stundað stjörnufræðiathuganir, í 360°

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 26/11/2023 –  A7R IV, RX1R II : FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z