Frá Þorskastríðum

Stríð & Friður á Austurvelli

Skömmu eftir áramótin 1975-1976 slitu íslendingar stjórnmálasambandi við Stóra-Bretland. Einstakt í sögu NATO, og einstakt við vinaþjóð í næsta nágrenni. Norðmenn sáu um milliríkjasamskipti milli þjóðanna eftir að lögsagan var færð úr 50 mílum í 200 sjómílur þann 15. júlí 1975. Tæpu ári síðan, var undirritaður samningur í Osló milli landanna, með fullnaðarsigri Íslands, eftir þrjú hatrömm þorskastríð. Það fyrsta frá 1958 til 1961, annað frá 1972-1973 og það þriðja og síðasta frá 1975-1976. Eftir samninginn urðu samskipti Íslands og Stóra-Bretlands, eðlileg og góð á allan hátt. Nú stendur yfir sýning sem Ljósmyndasafn Íslands, Borgarsögusafn Reykjavíkurborgar stendur fyrir í Pósthússtræti við Austurvöll. Áhugaverð sýning, í tilefni bókar forseta lýðveldisins um Þorskastríðin, sýning sem allir verða sjá áður en hún verður tekin niður.

Frá Þorskastríðum
Frá Þorskastríðum
Frá Þorskastríðum
Frá Þorskastríðum

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
01/03/2023 : A7RIII, RX1R II : FE 1.4/85mm GM, 2.0/35mm Z

 

 

 

 

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0