Stríð & Friður á Austurvelli

Stríð & Friður á Austurvelli

Skömmu eftir áramótin 1975-1976 slitu íslendingar stjórnmálasambandi við Stóra-Bretland. Einstakt í sögu NATO, og einstakt við vinaþjóð í næsta nágrenni. Norðmenn sáu um milliríkjasamskipti milli þjóðanna eftir að lögsagan var færð úr 50 mílum í 200 sjómílur þann 15. júlí 1975. Tæpu ári síðan, var undirritaður samningur í Osló milli landanna, með fullnaðarsigri Íslands, eftir þrjú hatrömm þorskastríð. Það fyrsta frá 1958 til 1961, annað frá 1972-1973 og það þriðja og síðasta frá 1975-1976. Eftir samninginn urðu samskipti Íslands og Stóra-Bretlands, eðlileg og góð á allan hátt. Nú stendur yfir sýning sem Ljósmyndasafn Íslands, Borgarsögusafn Reykjavíkurborgar stendur fyrir í Pósthússtræti við Austurvöll. Áhugaverð sýning, í tilefni bókar forseta lýðveldisins um Þorskastríðin, sýning sem allir verða sjá áður en hún verður tekin niður.

Frá Þorskastríðum
Frá Þorskastríðum
Frá Þorskastríðum
Frá Þorskastríðum
Frá Þorskastríðum

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

01/03/2023 : A7RIII, RX1R II : FE 1.4/85mm GM, 2.0/35mm Z