Geysir í Haukadal er einn frægasti goshver í heimi. Hans er fyrst getið í heimildum árið 1647. Eftir 1900 dró mikið úr gosvirkni hans og um miðja síðustu öld hætti hann alveg að gjósa. Þá tók Strokkur við, en hann gýs eins og í gær á 15 til 20 mín fresti. Íslenska ríkið keypti allt hverasvæðið árið 2016, og var það friðlýst 17 júní árið 2020 fyrir komandi kynslóðir. Geysissvæði er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi, og hluti gullna hringsins með Þingvöllum og Gullfossi.
Árnessýsla 03/10/2021 12:19 – A7R III : FE 1.8/14 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson