Sumar á Suðurlandi #1

Veðurspáin var vond fyrir sunnanvert landið, rok og rigning, gul veðurviðvörun. Það fékk Icelandic Times / Land & Sögu að leggja við hlustir, leggja land undir fót. Það er fátt meira spennandi fyrir ljósmyndara en takast á við birtuna, rigninguna og rokið, fá fínar myndir… eða ekki. Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á ljósmyndun, heldur vilja bara njóta náttúrunnar, bíður verra veður upp á margvíslega möguleika, svo fremi sem maður klæðir sig eftir veðri og vindum. Það eru færri á ferðinni, sem gefur hverjum stað betri upplifinu, að eiga staðinn fyrir sjálfan sig. Síðan er gott að fara inn á vedur.is til að fylgjast með veðrinu, og umferdin.is til að fylgjast með færð og umferð, báðir vefirnir eru á ensku og íslensku. Hér kemur semsagt fyrsti hluti myndaseríu af þremur, frá ferð okkar um Suðurland.
Hringvegur 1, við Markarfljót
Ónefndur foss við Kirkjubæjarklaustur sem fýkur upp í rokinu, plús ein kind á beit
Í Reynisfjöru í hávaða roki, Dyrhólaey í bakgrunni
Fjallsárlón
Fjölmennt var í Reynisfjöru, þrátt fyrir að það væri varla stætt
Kvísker í Öræfasveit
Gengið af Fallsjökli
Hringvegur 1, rétt vestan við Pétursey
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Suðurland 27/06/2023 : A7C, RX1R II, A7R III, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0