Þegar maður spyr Google hve mörg orð meðal skáldsaga hefur, stendur ekki á svarinu, að meðaltali 95.000 orð. Svo mörg voru þau orð. Bókaútgáfa stendur á tímamótum. Fleiri og fleiri velja sér að hlusta á bækur í gegnum streymisveitur, eða lesa á lesplötum í stað þess að kaupa þær prentaðar og innbundnar. Þrátt fyrir þessar hröðu og miklu breytingar, gekk bóksala vel í jólabókaflóðinu. Bækur og bókagjafir eru enn stór partur af jólahefðinni. En hvað keyptum við og lásum á síðsta ári. Penninn/Eymundsson sem er lang lang stærsta bókabúð landsins, var að gefa út lista um mest seldu bækur ársins 2023.  Eins voru bókasöfn landsins að birta lista yfir þær bækur sem Íslendingar fengu lánaðar á bókasöfnum landsins í fyrra. Hér koma listarnir. 

 

Tíu mest lánuðu bækur landsins 2023

1. Magma, One Piece / Eiichiro Oda

2. Reykjavík: glæpasaga / Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson

3. Strákar sem meiða / Eva Björg Ægisdóttir

4. Kyrrþey / Arnaldur Indriðason

5. Hamingja þessa heims : Riddarasaga / Sigríður Hagalín Björnsdóttir 

6. Stóri Bróðir / Skúli Sigurðsson

7. Gættu þinna handa / Yrsa Sigurðardóttir

8. Játning / Ólafur Jóhann Ólafsson

9. Eden / Auður Ava Ólafsdóttir

10. Drepsvart hraun / Lilja Sigurðardóttir

 

Mest seldu bækur ársins 2023 hjá Penninn/Eymundsson

1. Snjór í paradís / Ólafur Jóhann Ólafsson

2. Sæluríkið / Arnaldur Indriðason

3. Independent People / Halldór Laxness

4. Frýs í æðum blóð / Yrsa Sigurðardóttir

5. Dj Bambi / Auður Ava Ólafsdóttir

6. Hvítalogn / Ragnar Jónasson

7. Sagas of the Icelanders / Ýmsir höfundar

8. Líkaminn geymir allt / Bassel van der Kolk

9. Lungu / Pedro Gunnlaugur Garcia

10. Frasabókin / Eyþór Wöhler, Emil Örn Aðalsteinsson

 

Mest selda bókin á Íslandi samkvæmt Penninn/Eymundsson; Snjór í paradís, eftir Ólafur Jóhann Ólafsson

Frá Borgarbókasafninu

Japaninn Eiichiro Oda, var sá höfundur sem var lánaður mest á bókasöfnun landsins, eini erlendi höfundurinn á topp tíu listanum

Mörg orð, margar bækur, bæði til fróðleiks skemmtunar og upplifunar á Borgarbókasafninu

Penninn/Eymundsson rekur bókaverslanir um allt land

Það er ekki flókið að finna réttu bókina í Penninn/Eymundsson

 
Reykjavík 09/01/2024 – RX1R II : 2.0/35mm Z
 
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson