Spennandi sýningar framundan á afmælisári
i8 fagnar 25 ára afmæli á þessu ári með röð einkasýninga listamanna okkar. Framundan eru sýningar Kristjáns Guðmundssonar (2. apríl), Roni Horn (4. júní), Ólafs Elíassonar (20. ágúst) og Margrétar H. Blöndal (15. október). Sýningarárinu mun svo ljúka með sýningu nýrra verka sænska listamannsins Andreas Eriksson (26. nóvember).
Húsnæði okkar á Tryggvagötu 16 er nú að fara í gegnum gagngerar endurbætur. Galleríið verður lokað á framkvæmdatímabilinu en hægt er að skoða sýningu Charles Atlas frá götunni, einkum þegar rökkva tekur. Við erum hins vegar í Marshallhúsinu og þangað eru allir velkomnir. Hægt er að nálgast okkur í síma 551 3666 eða tölvupóst: [email protected]
Með góðum kveðjum
Starfsfólk i8
Börkur Arnarson [email protected]
Bryndís Erla Hjálmarsdóttir [email protected]
Þorlákur Einarsson [email protected]
Sigrún Birna Dagbjartsdóttir [email protected]
Nikulás Stefán Nikulásson [email protected]
Ana Victoria Bruno [email protected]
Sophie Durand [email protected]
Mynd: RONI HORN, Untitled (“…I was suddenly confronted with the exceptional creature whose story was familiar only to the well-guarded chamber of my eyeballs…”), 2014-2016, Solid cast glass with as-cast surfaces with oculus, 51.752 x 91.44 cm – verkið verður sýnt á sýningu Roni Horn sem opnar 4. júní 2020.
i8 Gallery
Tryggvagata 16
101 Reykjavik
www.i8.is
[email protected]