Þingvallakirkja og Þingvallabærinn, Skjaldbreið í bakgrunni

Þingvellir að hausti ( I I ) 

Þingvellir er fyrsti þjóðgarður Íslands, stofnaður 1928, fyrir 96 árum. Á þeim tíma heimsóttu um 5000 ferðamenn Þingvelli heim. Í dag, heimsækja Þingvelli árlega 1.7 milljónir manna. Þjóðgarðurinn sem er nú 228 ferkílómetra stór, við norðurenda Þingvallavatns er einstakur. Þarna er saga þjóðarinnar samtvinnuð við einstaka náttúru. Þingvellir er einn af rétt rúmlega 1200 menningar- og náttúruminjastöðum á heimsminjalista UNESCO. Allt staðir sem hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Þingvellir þykja geyma einstaka heimild um norrænt þinghald til forna, enda Alþingi elsta þing veraldar stofnað á Þingvöllum 930. Alþingi kom síðast saman á Þingvöllum 1798, þegar það var flutt til Reykjavíkur.  Eins er náttúran einstök, en sigdældin á Þingvöllum er hluti af virku eldgosa- og sprungusvæði sem nær frá Reykjanesi og norður í Langjökul, og á flekaskilum, en hreyfingin er jöfn, 2 cm á ári. Það er alltaf gaman að heimsækja Þingvelli, enda aðeins 50 km / 30 mi frá Reykjavík og í Þjóðgarðinn, en líklega aldrei fallegra en í fallegu haustveðri, eins og þegar Land & Saga, Icelandic Times sóttu Þingvelli heim. 

Haustlitir, Öxarárfoss í fjarska
Peningagjá
Útivera við Lögberg, Öxará næst, Almannagjá fjær
Hvönn við Þingvallavatn
Við bakka Þingvallavatns
Öxarárfoss

Þingvellir 08/10/2024 : A7CR, A7R IV – FE 1.8/20mm G, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson