Af þeim fjögurhundruð þúsund sem búa á Íslandi, búa rúmlega þrír fjórðu á suðvesturhorninu. Það eru bara 99 þúsund landsmanna sem búa úti á landi. Þegar keyrt er hringveginn, þessa tæpu 1500 kílómetra er einungis einn bær, Akureyri sem nær tuttugu þúsund íbúum og það tæplega. Annar stærsti bærinn,sem maður ekur í gegnum á hringveginum er Borgarnes með 1.772 íbúa, í þriðja sæti eru Egilsstaðir með 1.559 íbúa. Selfoss tek ég ekki með, hluti af suðvesturhorninu, sem teygir sig frá Keflavík upp á Akranes og tæplega, rúmlega 50 km til Hveragerðis og Selfoss. Ef maður tekur þá landshluta sem ekki snerta hringveginn, Vestfirði, Snæfellsnes og hið fagra norðausturhorn, nær engin bær í þessum landshlutum 3000 íbúum. Ísafjörður á Vestfjörðum er stærstur með 2.754 íbúa, Húsavík á Tjörnesi við Skjálfanda þar eru íbúarnir 2.411, og á Stykkishólmi á Snæfellsnesi eru þeir 1.224. Myndirnirnar frá miðbæ Reykjavíkur, þar sem vetur konungur hittir þrjá fjórðu af íbúum landsins á suðvesturhorninu með alvöru vetrarveðri.

Njarðargata, ferðamaður bíður að fara yfir gangbraut

Birta á Laugavegi

Skafl í Þingholtsstræti

Reykjavík 28/01/2024 – A7RIV : FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson