Kvosin er elsti hluti Reykjavíkur, þar varð höfuðborgin til. Ekki bara að fyrsti lándnámsmennirnir, Ingólfur Arnarson og kona hans Hallveig Fróðadóttir ásamt systur Ingólfs, Helga settust þar að, heldur setti Skúli Magnússon innréttingar í Kvosina árið 1751 til að vinna að viðreisn íslenskra landshaga. Það varð upphafið að bæjarbyggð í Reykjavík, og fyrsti vísir að sjálfstæði íslendinga. Hér eru glefsur frá Kvosinni í dag, óþekkjanlegar fyrir Ingólf og Skúla, en þarna slær hjarta Reykjavíkur, ennþá. Í Kvosinni nú eru fáir íbúar, en þarna eru listasöfn, hótel, skatturinn, ótal veitingastaðir og verslanir og auðvitað ferðafólk sem gefur Kvosinni líf.
Reykjavík 14/01/2022 12:59 – 14:33 : A7R III : FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson