Horft frá Aðalstræti yfir torgið í austur að Austurstræti.

Torgið hans Ingólfs

Ingólfstorg er nefnt eftir fyrsta landnámsmanninum, Ingólfi Arnarsyni sem settist að þarna í Kvosinni, og gaf staðnum sínum það nafn sem prýðir höfuðborgina okkar, Reykjavík. Frá torginu eru öll húsnúmer Reykjavíkur talin, enda mætast tvær af fyrstu götur borgarinnar á torginu, Austurstræti og Aðalstræti. Númer 10 við þá götu er elsta hús Reykjavíkur, byggt árið 1762. Nú er þetta fallega og merka tjargaða timburhús orðið hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur og þar er hægt að kynnast sögu borgarinnar og íbúa hennar á fallegri sýningu. Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir kona hans, reistu sinn bæ hugsanlega hér við torgið árið 874 og síðan þá hefur þessi blettur, þetta núvarandi torg átt fjölda nafna. Eins og Hótel Íslands-planið á fyrri hluta síðustu aldar, síðan Steindórsplan um miðja síðustu öld, að lokum Hallærisplanið áður en torgið fékk sitt núverandi nafn Ingólfstorg nú um aldamótin. 

Reykjavík  04/08/2021  16:02 35mm
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0