Tvær listakonur 

Í Gerðarsafni í Kópavogi eru nú tvær frábærar sýningar, eftir tvo listamenn, Guðrúnu Bergsdóttur og Barböru Árnason. Ólíkar sýningar, en svo líkar. Sýning Barböru er stjórnað af Brynju Sveinsdóttur og Hallgerði Hallgrímsdóttur. Best er að lýsa sýningunni með orðum Barböru, sem var fædd í Englandii árið 1911 og flutti hingað til Íslands 1937, eftir að hafa kynnst listamanninum Magnúsi Á. Árnasyni ári fyrr, með hennar eigin orðum. ,,Það er algjörlega nauðsynlegt fyrir listamann að vera fullkomlega frjáls til að kanna nýjar brautir.” Það sést. Hildigunnur Birgisdóttir sýningarstýrir sýningu Guðrúnar (1970-2024) sem er svo látlaus og litrík. Hún saumaði út, verk beint í ramman, verk sem snerta mann í sinni einstöku lita og efnistökum. Hennar listsköpun var vel fyrir utan ramman. Tvær frábærar listakonur… 

Guðrún Bergsdóttir, Gerðarsafni
Guðrún Bergsdóttir, Gerðarsafni
Guðrún Bergsdóttir, Gerðarsafni
Barbara Árnason, Gerðarsafni
Barbara Árnason, Gerðarsafni
Barbara Árnason, Gerðarsafni

Gerðasafn í Kópavogi

Ljósmyndir & texti : Páll StefánssonReykjavík 05/05/2025 – A7C R, RX1R II :  FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z