Miðnætursólin dansar á haffletinum, Gatastakkur fremst

Um Rauðanes

Rauðanes á Melrakkasléttu í Þistilfirði er einstök náttúruperla. Um Rauðanesið er vel merkt 7 km löng gönguleið sem liggur í hring og er gönguleiðin bæði auðfarin og einstaklega falleg. Nesið er víggirt af háum hömrum, og það sem gerir gönguferðina svo sértaka eru einstakir klettar og drangar fyrir utan, eins og Lundastapar, og Gatastakkur. Á vorin fyllast björgin af sjófuglum, og mest er af lunda í Stakkatorfu. Sumarbýlið Vellir eru undir Viðarfjalli, nyrst á nesinu. Fallegt útsýni er af Rauðanesi, norður í Kollavík, og yfir Þistifjölfjörðin að Langanesi í suðaustur. Ljósmyndari Icelandic Times, Land & Sögu gekk um nesið í næturblíðunni í nótt. Það eru 30 km frá Þórshöfn á Rauðanes, og 120 km frá Húsavík.

Kollavík fremst, síðan Rauðanes, og Gunnólfsvíkurfjall á Langanesi fjærst
Vellir undir Viðarfjalli
Rauðanes, og Langanes fjær

Melrakkaslétta: 09/07/2022 : A7C, A7RIV, RX1R II : FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0