Frá Reykjavík eru tæpir 150 km / 90 mi, í annan heim, Kerlingarfjöll. Þennan 1500 metra háan fjallgarð rétt sunnan við Hofsjökul, á miðju hálendisins, rétt austan við Kjalveg. Þarna opnaði nýtt hótel árið 2023, á svæði sem er einstakt, fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar, og einstakrar kyrrðar sem svæðið býr yfir. Kerlingarfjöll urðu til í miklum umbrotum undir jökli fyrir um 300 þúsund árum, og voru nær ókannað landsvæði fram á miðja síðustu öld, þegar Íslendingar fóru að stunda þarna skíðamennsku á sumrin í fjörutíu ár, frá 1960 fram til ársins 2000, þegar skíðasvæðið lagðist af vegna snjóleysis. Í dag er svæðið fyrst og fremst göngusvæði, fyrir þá sem vilja sjá eld, ís og eldfjallaliti Íslands. Því fá svæði eru eins gefandi til gönguferða og Kerlingafjöll. Upp og niður, út og suður.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Kerlingarfjöll 18/03/2025 :A7R, RX1R II, A7R IV : 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/90mm G, FE 100mm GM