Það eru 23 ár síðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst, og hátíðin er nú orðin ein af stærri kynningarhátíðum í heimi á sviði tónlistar. Það er fyrirtækið Sena sem hefur veg og vanda af hátíðinni, en Reykjavíkurborg og Icelandair hafa frá upphafi verið aðal styrktaraðilar þessarar tónlistahátíðar sem er alltaf í byrjun vetrar, lok október, byrjun nóvember. Hátíðin er frá fimmtudegi fram á sunnudag, og hundruðir tónlistarmanna og hljómsveita á tugum staða í miðborg Reykjavíkur koma fram þessa fyrstu helgina í nóvember. Auðvitað fór Icelandic Times / Land & Saga á fyrstu tónleikana, sem var nokkurs konar þjófstart á hátíðinni sjálfri, í þremur stærstu plötubúðum lýðveldisins.
Reykjavík 02/11/2022 : A7C, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson