Sá landshluti á Íslandi sem fær lang flesta ferðamenn sem heimsækja Ísland er suðurland. Enda stutt frá Keflavík / Reykjavík, og margar náttúruperlur, sem hægt er skoða. Stutt milli staða, eins og milli Þingvalla, Geysis og á Gullfoss. Rétt rúmlega 200 km / 120 mi hringur frá höfuðborginni. Síðan eru staðir eins og Reynisfjara, Vík, og lengra austur, Skaftafell og Jökulsárlón.
Hér ætlum við að kíkja á staði, þar sem eru færri ferðamenn, en jafn gaman að heimsækja, eins og Apavatn sem liggur sunnan við Laugarvatn, á leiðinni að Geysi. Eða Brúarárfoss sem rennur í Hvítá, þar sem Gullfoss er. Þangað er smá spölur að ganga, en vel þess virði. Hrafntinnusker, er í jaðri hálendisins suðurlands, rétt sunnan við Landmannalaugar, norðan við Heklu, einstakur staður þar sem jarðhitinn litar jörðina, eða Mýrdalssandur milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, þar á að á. Í annarri á, Fossá í Þjórsárdal er annar hæsti foss landsins, Háifoss, einstakur, eða Stóri Dímon, rétt norðan við Seljalandsfoss. Þar er einstakt útsýni yfir suðurlandið, að Eyjafjallajökli, Tindafjallajökli og inn í Þórsmörk. Ekki má gleyma Hengli, rétt austan við Reykjavík. Einstakt eldfjall sem færir höfuðborgarbúum heitt vatn, og einstakar gönguleiðir…. allt árið.






Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 21/03/2025 : A7R IV, RX1R II : 2.0/35mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 2.8/100mm GM