Ódáðahraun er stærsta hraunfláki á Íslandi. Það þekur nær 5% af flatarmáli Íslands, norður í Suður-Þingeyjarsýslu, frá Vatnajökli í suðri og norður að Mývatni, milli Skjálfandafljóts í vestri og að austan eftir Jökulsár á Fjöllum. Í og við Ódáðahraun eru bæði Herðubreið og Askja, og stærsta dyngja í heimi Trölladyngja, rétt norðan við Bárðarbungu í Vatnajökli. Elstu hraunin í Ódáðahrauni eru um 12 þúsund ára gömul, það nýjasta Holuhraun, gaus fyrir ellefu árum síðan, í stærsta eldgosi á Íslandi á þessari öld, á flatneskjunni milli Öskju og Vatnajökuls. Nafngiftin Ódáðahraun kemur fyrst fram fyrir um fimm hundruð árum, í bók Gissurar Oddssonar biskups, Undur Íslands, og þá… ekki eins og nú var talið að fjöldi útilegumanna ættu þar samastað, í grösugum vinjum hraunsins, með aðgang að heitu vatni á þessu heita eldfjallasvæði, á hálendi Íslands. Sem er og hefur verið óbyggilegt síðan land byggðist, enda ein stór hraunbreiða, þar sem varla vex gras.






Ódáðahraun 18/02/2025 : A7R IV, RX1R II – FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/50mm Z, 2.0/35mm Z – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson