Ísland er frábært heim að sækja, öruggt og fallegt. Eða hvað? Þegar slys verða, eins og þetta hörmulega banaslys í Breiðarmerkurjökli, Vatnajökli þá fer maður að hugsa, er Ísland svo öruggt. Auðvitað þarf alltaf að fara með gát, hvort sem maður stendur við hamrabelti á Rauðanúpi, Melrakkasléttu, eða horfir á stórar og sterkar öldurnar í Reynisfjöru í Mýrdalnum. Stundum er sagt að Íslands sé land elds og ísa, og þar eru mestu hætturnar, við eldgos, og á jökli. Jöklarnir eru síbreytilegir, og með eigin veðurkerfi, þar þarf að fara með sérstakri gát, hvort sem farið er í íshella, eða gengið á jöklinum. Eins eru eldgos mjög hættuleg, glóandi hraun getur runnið mjög hratt og óvænt, eins stafar mikil hætta af gasmengun, sem getur verið banvæn. Förum því um landið með gát, þá komum við öll heil heim.
Ísland 28/08/2024 : A7R III, RX1R – FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson