Það eru – upp á punkt og prik – 400 km / 240 mílur frá Reykjavík til Patreksfjarðar, höfuðstaðar Barðstrendinga. Um helmingur leiðarinnar liggur eftir vegi 60 um Barðaströndina, sem eru firðirnir á sunnanverðum Vestfjörðum og er leiðin einstaklega falleg. Nú standa yfir miklar vegabætur en Barðaströndin var sá hluti þjóðvegakerfisins sem var með lengstu malarkaflana, fyrir utan auðvitað hálendisvegina sem eru bara opnir hluta úr ári. Barðaströndin er strjálbyggð, en þarna er eitt besta berjaland á Íslandi. Á leiðinni er fullt af stöðum til að á, njóta fámennisins og upplifa þennan einstaklega fallega hluta Íslands, Vestfirðina.






Barðastrandarsýslur 03/07/2024 : A7R III, RX1R II, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 2.8/100mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson