Höfuðbólið og kirkjustaðurinn Hof, í miðri sveit. Kirkjan var byggð árið 1901.

Velkomin í Vopnafjörð

Vopnafjörður liggur milli Bakkafjarðar og Héraðsflóa á Austurlandi, og í þorpinu og sveitinni inn af firðinum búa um 600 manns. Á Vopnafirði er ein stærsta og fullkomnasta fiskvinnsluver á uppsjáfarfiskum, síld, makríl og loðnu í heiminum. Auk þess renna þrjár laxveiðiár, sem þykja með þeim allra bestu á Íslandi, Hofsá, Selá og Vesturá í fjörðinn. Eitt af höfuðskáldum Íslands, Gunnar Gunnarsson (1889-1975) sleit barnsskónum í firðinum. Það voru þrír landnámsmenn sem byggðu Vopnafjörð, fóstbræðurnir Hróaldur Bjóla og Eyvindur Vopni, en fjörðurinn er kenndur við hann, auk Lýtings Arinbjarnarsonar. Á tímum einokunarverslunarinnar frá 1602 til 1787, var Vopnafjörður einn af þremur verslunarstöðum í öllum Austfirðingafjórðungi. Vopnafjörður var helsta brottfararhöfn Vesturfara, ekki aðeins af Austurlandi, heldur landinu öllu í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu. Vopnafjörður, er einn veðursælasti staður á Íslandi.

Selárdalslaug á bökkum einnar mestu og bestu laxveiðiá landsins. Laugin er byggð við heitan hver sumarið 1949 .
Burstafell í Hofsárdal, er einn best varðveitti burstabær á Íslandi og er nú safn, hluti af Þjóðminjasafni Íslands. Bærinn var byggður árið 1770, og var búið í torfbænum til ársins 1966. Sama fjölskyldan hefur búið á Burstafelli frá árinu 1532.
Frá Hringvegi 1, eru um 60 km / 40 mi, að fara, veg 85 yfir Vopnafjarðarheiðina í Vopnarfjörð (þorpið). Veður og færð á heiðinni geta verið mjög erfið yfir hávetur. Hér eru björgunarsveitarmenn að aðstoða fasta ferðalanga á há heiðinni.

Vopnafjörður – A7R IV, RX1R II, A7RIII
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0