Horft í vestur eftir Keflavíkurbjargi, austasta hluta Látrabjargs.

Vestast á vestfjörðum

Látrabjarg, vestasti oddi vestfjarða, og stærsta sjávarbjarg á Íslandi, 14 km / 9 mi langt, og 441 m / 1447 ft var friðað í fyrra 2021. Ótrúlegt fuglalíf er í bjarginu, þar verpa hundruð þúsunda sjófugla, og annarra fugla meðal annars, fálki, hrafn og svartbakur, toppskarfur og rita. En mest er af álku, enda er í bjarginu stærsta álkubyggð í heimi, auk stuttnefju, langvíu, teistu og fýls, og ekki má gleyma lundanum, sem er óvenju gæfur á Bjargtöngum, vestasta odda landsins. Þar er líka samfelldur straumur ferðamanna allt árið, að besta og auðveldasta aðgengi að bjarginu.

Hvallátur er og var vestasta byggða ból á Íslandi, fimm km norðaustur frá Bjarntöngum.

Lundinn er óvenju gæfur vestast á bjarginu. 

Texti og ljósmyndir Páll Stefánsson
Vestur-Barðastrandarsýsla 03/08/2019-03/07/2018  – RX1R II A7R III – 2.0/35mm Z – FE 2.8/100mm GM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0