Vestfjarðarkjálkinn, er einstakur landshluti, harðbýll, stór og fagur, flesta daga. Í dag búa innan við 2 prósent af íbúum landsins í þessum landshluta, sem er nálægt einum tíunda af flatarmáli Íslands. Hér koma nokkrar myndir, sem sýna okkur landshlutann sem vert er að heimsækja, enda einstakur, á sinn sérstaka hátt. Þar tekur fólkið, og fjöllin á móti manni með stóru faðmlagi. Frá Reykjavík tekur sex tíma að keyra vestur á Ísafjörð. Icelandair er með daglegt flug vestur á Ísafjörð, og Norlandair, flýgur á Bíldudal og Gjögur, nokkrum sinnum í viku. Ferjan Baldur tengir svo Stykkishólm og Brjánslæk yfir Breiðafjörð, daglega.







Vestfirðir 23/05/2025 – A7R III, RX1R II : FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z
Myndatextar :