Vestfjarðamyndir

Vestfjarðarkjálkinn, er einstakur landshluti, harðbýll, stór og fagur, flesta daga. Í dag búa innan við 2 prósent af íbúum landsins í þessum landshluta, sem er nálægt einum tíunda af flatarmáli Íslands. Hér koma nokkrar myndir, sem sýna okkur landshlutann sem vert er að heimsækja, enda einstakur, á sinn sérstaka hátt. Þar tekur fólkið, og fjöllin á móti manni með stóru faðmlagi. Frá Reykjavík tekur sex tíma að keyra vestur á Ísafjörð. Icelandair er með daglegt flug vestur á Ísafjörð, og Norlandair, flýgur á Bíldudal og Gjögur, nokkrum sinnum í viku. Ferjan Baldur tengir svo Stykkishólm og Brjánslæk yfir Breiðafjörð, daglega. 

Kvöld í Dýrafirði
Hvalstöðin Sólbakki við Önundarfjörð, sem Norðmenn reistu árið 1889, og varð eldi að bráð árið 1901. Þetta eru minjarnar um þessa stóru stöð, 124 árum síðar. 
Lömb í Árneshreppi, norður á Ströndum, fámennasta sveitarfélagi landsins, en þar eru 3000 fjár og tæplega 60 mannskepnur
Petreksfjörður, fjallið Blakkur, lengst upp til vinstri
Rekaviður í Steingrímsfirði, Grímsey lengst til hægri
Sundlaugin í Mjóafirði, best staðsetta sundlaug landsins
Vigur, er stærsta eyjan í Ísafjarðardjúpi, einstök náttúruperla, með einu myllu landsins, og einstakt fuglalíf, langt fram á haust. Vindmyllan er eina vindknúna vindmylla landsins, reist árið 1860, og hluti af húskosti Þjóðminjasafns Íslands

Vestfirðir  23/05/2025 – A7R III, RX1R II : FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z
Myndatextar :