Skólavörðustígur, Reykjavík

Vetrarbirtan búin þrjú þrjátíu

Það var ekkert ljós í dag. Bara myrkur. Nú í miðjum desember eru rétt rúmir fjórir tímar af dagsljósi í Reykjavík. Sólin kemur upp rétt fyrir hálf tólf, sest þrjú þrjátíu. Ef, eins og í dag er hlýtt, plús gráður og rigning, er eins og birtan nái ekki gegn. Það er dimmt, myrkur um miðjan dag. Fór út til að ná ná mynd, myndum, en það var ekkert til að ljós mynda. Ekkert ljós, bara smá stemming. Þá fer hugurinn á flug, hér eru vetrarmyndir úr safni frá skammdeginu, þegar vetrarbirtan brosti allan hringinn. Því Ísland að vetri til er jafn huggulegt og um mitt sumar. Bara örlítið öðruvísi.
Ferðalangar við Kleifarvatn
Skipatæknir í slippnum í Njarðvík í snjóstormi
Eskifjörður
Vegur ruddur á Neskaupstað
Þúfur á Vatnsnesi við Húnaflóa
Slóði í Mýrdal
Ísland 11/12/2024 : A7R IV, A7R III, RX1R II – FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/20mm G, FE 2.8/90mm G, 2.0/35mmZ – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson