Vinir & vandamenn & fleiri jólagestir

Í átta ár, hefur Gallery Port haldið samsýningu í desember þar sem listamenn, vinir & vandamenn Portsins við Laugaveg halda jóla-samsýningu. Í ár eru tæplega sextíu listamenn, bæði eldri og þekktir í bland við næstu stjörnur sem fylla alla veggi og kima safnsins með nýjum verkum. Verkin spanna alla flóruna, ljósmyndaverk, skúlptúrar, útsaumur og málverk, enda er þetta uppskeruhátíð, árið gert upp. Þetta er síbreytileg sýning, verkin sem eru keypt hverfa, ný koma í staðinn. Fest verkin hverfa á stóra deginum, Þorláksmessu, þann 23 desember. Enda heitir sýningin Jólagestir. Gestirnir á sýningunni hverfa, finna sér annað heimili til frambúðar nú í desember. 

Frá jóla-samsýningu Gallery Ports

Frá jóla-samsýningu Gallery Ports

Frá jóla-samsýningu Gallery Ports

Frá jóla-samsýningu Gallery Ports

Frá jóla-samsýningu Gallery Ports

Gallery Port á Laugavegi

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson 
Reykjavík 09/12/2023 –  A7R IV : FE 1.8/20mm G