Gróður í Þorfinnstjörn, Þjóðminjasafn Íslands í bakgrunni til vinstri

Vor í lofti

Fjórir dagar geta verið langur tími. Fyrir helgi skrapp ég vestur til vesturstrandar Bandaríkjanna í fjóra daga. Þegar ég fór, voru garðar enn gulir, tré ekki laufguð í Reykjavík. Við heimkomuna var allt orðið grænt, og trén farin að laufga. Enda má segja að hitastigið sé það sama í Los Angeles, þar sem ég var og í Reykjavík. Svona næstum því. Þegar ég lagði af stað eldsnemma um morgun frá Los Angeles voru þar bara 10°C /  50°F gráður. Sama hitastig og þegar ég lenti morgunin eftir í Keflavík. 

Það er nokkuð skondið, að það er jafn langt til Los Angeles frá New York, þar sem ég millilenti og frá New York til Reykjavíkur, hver leggur er um sex klukkutímar.

Auðvitað þegar veðrið er svona gott, gróðurinn að fara á stað fer Icelandic Times / Land & Saga, út í vorloftið til að mynda gróðurinn. 

Á Lækjartorgi í gær, sá ég skilti sem segir að Reykjavíkurborg ræktar og plantar yfir 130 þúsund sumarblóm á hverju ári. Íbúar borgarinnar eru 140 þúsund, þannig að það vantar bara nokkur blóm uppá að það sé eitt blóm á hvern íbúa. 

 

Ný lauf
Blóm að springa út
Vetrargróður og sumarblóm mætast í Hljómskálagarðinum
Kríuhólminn í Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum, Hallgrímskirkja í bakgrunni. Gæsir í forgrunni, og í sjálfum hólmanum má sjá kríuna, sem er komin til landsins.

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 09/05/2023 : A7R IV : FE 1.2/50mm GM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0