Ferðamenn njóta útsýnisins við Kleifarvatn

Vor í lofti á Reykjanesi

Það er svo stutt, og ákaflegt fallegt að skreppa út á Reykjanes úr höfuðborginni. Sérstaklega á þessum árstíma þegar færri eru á ferðinni, og náttúran er að lifna við eftir dimman og langan vetur. Það er tæplega tveggja tíma akstur að aka frá Reykjaví til Þorlákshafnar, gegnum Kleifarvatn og aftur til baka. Falleg leið, sem sem tók Icelandic Times / Land & Sögu mun lengri tíma, því það var svo margt að sjá og upplifa, enda vor í lofti. Hér eru nokkur sýnishorn.

Ferðalangar við hverasvæðið við Seltún fyrir sunnan Kleifarvatn
Lambhagatjörn, norðan Kleifarvatns
Strandakirkja í Selvogi, byggð 1888, og að stofni til frá 1200, er vinsæl til áheita
Landsýn frá 1950, eftir Gunnfríði Jónsdóttur stendur vestan við Strandakirkju í Selvogi

 

Einmanna máfur svífandi yfir vestanvert Kleifarvatn

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
03/03/2023 : A7C, A7R IV : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135mm GM

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0