• is

Fufanu bjóða Íslendingum á Hvítasunnu-tónleika á KEX Hostel

Fyrstu tónleikar Fufanu á Íslandi frá útgáfu Few More Days To Go

15 Fufanu kex icelandic timesReykvíska rokksveitin Fufanu ætla að bjóða Íslendingum á tónleika á Hvítasunnu, 15. maí kl. 21:00. Fufanu hafa verið uppteknir við það að spila erlendis og ekki gefist tími til að spila á Íslandi síðan þeir gáfu út plötuna Few More Days To Go í lok nóvember 2015.

Few More Days To Go er fyrsta skífa Fufanu í fullri lengd og kom hún út á vegum Smekkleysu SM hér á landi, útgáfufélagið One Little Indian gaf skífuna út á erlendri grundu.  Breiðskífan hlaut glimrandi viðtökur meðal tónlistarskríbenta og komst hún á m.a. lista yfir bestu plötur ársins hjá The Line of Best Fit, NME og Guardian.  Bandaríska útvarpsstöðin KEXP hefur einnig miklar mætur af sveitinni og hefur boðið henni tvívegis í upptökur hjá sér.

Fufanu til halds og traust mun hljómsveitin a & e sounds sjá um upphitun.

Tóndæmi og nánari upplýsingar:

https://soundcloud.com/aandesounds
https://www.fufanu.rocks/

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00

Allir velkomnir og aðgangseyrir er enginn.

Bestu kveðjur / Best regards
Benedikt Reynison
Events / Social Media
Mob. +354 822 2825