100 ára Fákur

Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík, fjölmennasta og stærsta félag landsins á eitt hundrað ára afmæli í ár. Í tilefni þessarar tímamóta riðu um hundrað félagsmenn Fáks um miðborg Reykjavíkur í dag. Auðvitað var Land og Saga / Icelandic Times á svæðinu til að fylgjast með. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson sem fór fyrir hópreiðinni, sagði í stuttri hátíðarræðu við Hallgrímskirkju að Víðidalur, félags- og hesthúsabyggð Fáks, væri sú stærsta í heiminum í miðri borg, og yrði svo um ókomna framtíð. Hestamennska er þriðja stærsta íþróttagreinin á landinu, en iðkendur eru um 12.000. Stærst er knattspyrna með 25.000 iðkendur og númer tvö er golf með 19.000 iðkendur.

Riðið niður Skólavörðustíg. Hallgrímskirkja í bakgrunni

Á Austurvelli

Riðið við Tjörnina, Ráðhús Reykjavíkur í bakgrunni

Reykjavík 23/04/2022 13:15 – 13:33 : A7C : FE 2.5/40mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson