Loftlagsdagurinn er í dag, af því tilefni hélt Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra ræðu í Hörpu, og segir nauðsynlegt að við íslendingar gerum enn betur í loftslagsmálum. Eitt besta ráðið fyrir einstaklinga, en fyrst og fremst fyrirtæki að kolefnisjafna sig, er að gróðursetja tré víðsvegar um landið. Í ár verður sett met, þegar 6 milljón tré verða gróðursett. Tæplega 90% trjátegunda sem notaðar hafa verið í skógrækt síðustu áratugina eru auðvitað birki, síðan er það rússalerki, sitkagreni, stafafura og alaskaösp. Nú er um 2% af flatarmáli Íslands þakið skógi, sem er helmings aukning á minna en 50 árum. Í landinu öllu eru um það bil 56 milljónir trjáa á 38 þúsund hekturum lands. Það gerir 151 tré á hvert mannsbarn á Íslandi.
03/05/2022 10:21 – 11:16 – 08/09/2020 18:32 : A7R III – A7R IV : FE 1.8/14mm GM – FE 1.2/50mm GM – FE 1.8/135 GM – Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson