Glaumbær hefur verið höfuðból frá landnámi, og stendur í miðjum Skagafirði, milli Varmahlíðar og Sauðárkróks.

Glaumbær höfuðból frá landnámi

Torfbærinn Glaumbær í Skagafirði er samstæða þrettán torfhúsa, og snúa sex burstum fram á hlaðið. Húsin eru mörg hundruð ára gömul. Árið 1947 var bærinn friðlýstur og tilheyrir nú Þjóðminjasafni Íslands. Núverandi kirkja í Glaumbæ er byggð árið 1926, eftir að timburkirkja sem stóð þar áður brotnaði í ofsaveðri. Fyrstu kirkjuna á staðnum byggði Snorri Þorfinnsson, skömmu eftir árið þúsund, þegar móðir hans, Guðríður Þorbjarnardóttir skrapp í ferð suður að hitta Páfan í Róm. Snorri var fæddur á Nýfundnalandi, en foreldrar hans voru landkönnuðir og skruppu meðal annars með Leifi Eiríkssyni vestur um haf þar sem Snorri fæddist fyrstur evrópubúa. 

Byggðasafn Skagfirðinga, það elsta á landinu, fékk afnot af torfbænum í Glaumbæ árið 1952, og opnaði þar sýningu sem stendur enn.

Skagafjörður  01/11/2021 11:04 & 11:18 – A7R IV : FE 1.8/135 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson