Horft yfir Kópavog, höfuðstöðvar Íslandsbanka í turninum, Smáralind lengst til vinstri

40 þúsund sálir

Algengasta nafnið í Kópavogi er Jón, en þeir eru 490 af 41.349 íbúum þessa næst fjölmennasta sveitarfélagi landsins. Anna er næst algengast nafnið í bænum, en þær eru 479. Fimmtán prósent íbúa Kópavogs, eða 6.198 eru erlendir ríkisborgarar, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Kópavogur er ungur bær, verður 70 ára á næsta ári, en bærinn fær kaupstaðarréttindi árið 1955, eftir að hafa klofið sig út úr Seltjarnarnesi árið 1948. Kópavogur er vel í sveit settur, á miðju höfuðborgarsvæðisins, sunnan við Reykjavík, norðan við Garðabæ. Kópavogur byrjaði ekki að byggjast að ráði fyrr en um og eftir 1960, og sjö árum síðar, árið 1967, fer Kópavogur fram úr Akureyri, verður næst fjölmennasti bær landsins með 10.524 íbúa, meðan Akureyringar voru 10.102. Á þessari rúmu hálfri öld, hefur íbúatalan fjórfaldast í Kópavogi, meðan íbúatala Akureyrar hefur aðeins tvöfaldast, en þar búa nú 20.374 einstaklingar. Icelandic Times / Land & Saga heimsótti Kópavog, þar sem hæsta hús landsins er, stærsta verslunarmiðstöðin, og frábær útivistar og íþróttasvæði. 

Horft yfir Kringlumýri íþróttasvæði Breiðabliks, Digraneskirkja í horninu hægra megin, Keilir í bakgrunni, fyrir aftan nýju byggðina á Nónhæð
Gerðarsafn og tónleikasalurinn Salurinn í miðbæ Kópavogs, Hamraborg í bakgrunni
Kópavogskirkja efst á Borgarholtinu, tákn Kópavogs, vígð árið 1962
Höll við Kópavogshöfn
Nýja höfnin í Vesturvör, á Kársnesi í Kópavogi
Smáralind stærsta verslunarmiðstöð landsins, opnuð klukkan 10:10 þann 10.10. ´01

Kópavogur 20/08/2024 : A7C R, RX1R II, A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0