1928, sjóflugvélin Súlan (ósamsett) á planinu við verslun Ellingsens við Hafnarstræti.

Himininn yfir höfninni

Fréttatilkynning 20. júní
KVÖLDGANGA – Himininn yfir höfninni.

Reykjavíkurkvosin og upphaf flugs á Íslandi. 

Fimmtudagskvöldið 22. júní mun Jón Páll Björnsson sérfræðingur hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur leiða kvöldgöngu um hafnarsvæðið og fjalla um upphaf flugs á Íslandi.

Fyrsta flugvélin hóf sig á loft í Vatnsmýrinni árið 1919. Sá staður átti reyndar langt í land með að verða alvöru flugvöllur, en helsti lendingarstaður flugvéla og aðal flugvöllur millistríðsáranna var Reykjavíkurhöfn. Í þessari göngu verður þessi blauta flugbraut skoðuð.  Talað verður um vélar, fólk og heimsfræga útlendinga sem lentu þarna milli 1924-1940.

Lagt verður af stað úr Grófinni milli Tryggvagötu 15 og 17 kl. 20.00. Gangan tekur um það bil eina og hálfa klukkustund og hentar öllum. Leiðsögnin fer fram á íslensku.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Viðey – Borgarsögusafn Reykjavíkur
Guðrún Helga Stefánsdóttir, kynningastjóri +354 4116343 / 8996077
Ágústa Rós Árnadóttir, viðburðastjóri +354  411-6356 / 820-1977

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0