Íslenskar popp- og rappstjörnur

hita upp fyrir Airwaves 

Aron Can, Glow, Jói Pé X KRÓLI og Vök koma fram á KEX 7. Október

Iceland Airwaves er rétt handan við hornið og stendur hátíðin yfir dagana 1.-5. nóvember næstkomandi.  Á þriðja hundrað hljómsveitir og tónlistarfólk af öllum stærðum og gerðum koma fram á hátíðinni í ár. 

KEX Hostel og Sæmundur í sparifötunum í samvinnu við KEXP í Seattle, Iceland Airwaves, Iceland Naturally og fleiri mun halda úti þéttri dagskrá alla hátíðina og verður stærstur hluti hennar sendur út í beinni.  Hátt í þrjátíu hljómsveitir og tónlistarfólk koma fram á Kex Hostel í ár og verður dagskráin kynnt í næstu viku.

 

Laugardagskvöldið 7. október mun Kex Hostel hita upp fyrir Iceland Airwaves á tónleikum með Aron Can, Glowie, JóaPé X KRÓLA og Vök og hefjast tónleikar klukkan 19:00.

 

Frítt er inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

 

Tónleikadagskrá er eftirfarandi:

19:00 Jói Pé X KRÓLI

20:00 Glowie

21:00 Vök

22:00 Aron Can

Tóndæmi

Aron Can – Fullir vasar

https://www.youtube.com/watch?v=2H8HthXMWQg

Glowie – No Lie

https://www.youtube.com/watch?v=ZM06pi1yKe4

JóiPé X KRÓLI – B.O.B.A.

https://www.youtube.com/watch?v=qIU9RkQV2xg

Vök – Waiting

https://www.youtube.com/watch?v=23GtNKYQj7c

DILL Restaurant – Hverfisgata 12 – KEX Hostel – KEX Brewing – Mikkeller & Friends Reykjavík

https://dillrestaurant.is

https://hverfisgata12.is

https://kexhostel.is

https://www.kexbrewing.is/

https://mikkeller.dk/location/mikkeller-friends-reykjavik/

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0