Framkvæmdum við 44 nýjar öryggis- og þjónustuíbúðir fyrir aldraða við Sóltún 1-3 er nýlega lokið.
Íbúðirnar eru öryggis- og þjónustuíbúðir fyrir 60 ára og eldri og tengjast starfsemi hjúkrunar-heimilisins Sóltúns. Þær eru 2-4 herbergja á stærðarbilinu 70-145 m². Bílastæði eru í kjallara.
Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir hafði umsjón með byggingu íbúðanna. Sveinn Björnsson framkvæmdastjóri segir verkefnið á lokametrunum. Sala íbúðanna sé langt komin og þegar flutt í margar þeirra.