Gufunes

Elliðaárvogur

Á grundvelli rammaskipulags fyrir Elliðaárvog og Ártúnshöfða, sem unnið var í framhaldi af hugmynda-samkeppni um framtíðarskipulag svæðisins og markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, er nú unnið að þróun 4.500 íbúða blandaðrar byggðar á svæðinu. Svæðið er langstærsta þróunar- og byggingarsvæði borgarinnar og liggja frumhugmyndir að svæðaskiptingu fyrir. Þá er skipulagsvinna komin á skrið vegna blandaðrar byggðar á Höfðasvæði og stækkunar Bryggjuhverfisins til vesturs, á athafnasvæði Björgunar.