Nú er þróunarvinna hafin vegna áforma um uppbyggingu í Skerjafirði þar sem ætlunin er að reisa blandaða byggð með 1000 íbúðum á u.þ.b. 17 hekturum lands. Þar verða íbúðir fyrir almennan markað auk stúdentaíbúða, félagslegra íbúða og atvinnusvæðis. Skerjabyggð mun verða skipulögð í anda verðlaunatillögu um Vatnsmýrarsvæðið þar sem nálægð við sjóinn og gömlu miðborgina mun hafa sterk áhrif.